Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar 19. janúar 2025 16:01 Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar