Viktor Gísli var ekki með í fótbolta á æfingu dagsins í Zagreb sökum eymsla í baki. Hann og Bjarki Már Elísson voru þeir einu sem tóku þar ekki þátt en þeir félagar ekki alvarlega meiddir og um varúðarráðstöfun að ræða.

Viktor Gísli kennir sér meins í baki, vegna rúmsins sem hann hefur sofið í á Westin-hótelinu, sem landsliðið gistir á, líkt og sex önnur landslið sem keppa hér í borg.
„Bara bakið á mér út af rúmunum hérna á hótelunum, þau eru svolítið mjúk. Eftir nokkra daga á þessum rúmum er maður með smá í bakinu. Maður er bara að vera skynsamur og vera ekki alltaf með í fótboltanum,“
„Það eru nokkrir búnir að vera í smá veseni með bakið á morgnana, eru helvíti stífir. En við erum að fá yfirdýnur og eitthvað dót til að græja þetta. Þetta verður ekki vandamál,“ segir Viktor Gísli.
Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að neðan.