Danir enda því með fullt hús stiga og 55 mörk í plús, mest allra liða í riðlakeppninni en sem komið er. Þrátt fyrir tapið enda Ítalir í 2. sæti riðilsins, en með þrjú mörk í mínus.
Í C-riðli vann Katar þriggja marka sigur á Kúveit, sem þýðir að Kúveitingar sitja sigurlausir á botni riðilsins. Þá vann Svíþjóð yfirburðasigur á Síle í F-riðli 42-30 en Svíþjóð og Spánn eru bæði taplaus í riðlinum og mætast á mánudag í hreinum úrslitaleik um efsta sætið.