„Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2025 21:43 Aron Pálmarsson er mættur til leiks á HM og fagnar hér eftir sigurinn gegn Kúbu ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. VÍSIR/VILHELM „Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta. Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42
„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27
„Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25
Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51