Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2025 22:52 Það var létt yfir strákunum eftir leik. vísir/vilhelm Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið. Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn