„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Til vinstri er Ragnar Þór Egilsson eigandi bílsins og til hægri er maðurinn sem hefur síendurtekið skitið á bíl hans. Vísir Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar.
Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26