13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. janúar 2025 19:01 Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar