Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. janúar 2025 12:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. „Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga. Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við sögðum nei við sölu ríkisins á Íslandsbanka," segir meðal annars á heimasíðu Flokks fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, hefur jafnframt ítrekað lýst andstöðu sinni við áformin, meðal annars úr pontu Alþingis. Skjáskot af vefsíðu Flokks fólksins.Flokkur fólksins „Þá ætlum við að einkavæða meira og meira og nú er það nýjasta að selja Íslandsbanka. Gullgæsirnar eru teknar og höggvin af þeim höfuðið og þau sett á grillið. Allt sem við eigum, íslenskur almenningur, og skapar okkur auð, framtíð og öryggi er slegið af í þessu kapítalíska brjálæðislega, hvað á ég að segja, markaðshagkerfi sem hér er rekið. Þeir vilja einkavæða allt,“ Sagði Inga í ræðustól þingsins þann 7. október í fyrra þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, rúmum sjö vikum fyrir kosningar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á þessu ári, og til standi að málið verði kynnt í þinginu á vormánuðum. Innt eftir viðbrögðum við þessum áformum nú segir Inga að ákvörðunin hafi verið tekin af fyrri ríkisstjórn. „Það var einnig tekin ákvörðun um það hjá síðustu ríkisstjórn og er gert ráð fyrir í fjárlögum síðustu ríkisstjórnar að klára söluna á Íslandsbanka sem að við erum reyndar orðnir ansi miklir minnihlutaeigendur í. Það er meira að segja búið að gera ákveðnar ráðstafanir um það fé sem á að fást fyrir bankann, það liggur allt fyrir í fjárlögum fráfarandi ríkisstjórnar. Það er svo sem ekkert sem við getum gripið inn í,“ segir Inga. Hún ítrekar einnig að ekki séu nein áform um það að selja Landsbankann. Spurð hvort hún hafi skoðun á því hvernig útfærslu sölunnar verði háttað segir hún það vera í höndum fjármála- og efnahagsráðherra að leysa. „Ég treysti fjármála 100% til þess að koma með útfærslu sem að allir geti í rauninni verið sáttir við eins og kostur er og við þurfum ekki að lenda í því ófremdarástandi sem að í rauninni skapaðist við síðustu sölu,“ svarar Inga.
Flokkur fólksins Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira