Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 18. janúar 2025 12:03 Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun