„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn