„Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:45 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, var nokkuð brattur þegar fréttamenn bar að garði á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag. Sigur á Grænhöfðaeyjum er að baki og stefnt að öðrum eins gegn Kúbu á morgun. Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00
HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02
Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02
„Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03
Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01