Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2025 09:30 Frá leik Vals á tímabilinu Vísir/Anton Brink Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. „Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins. Valur Handbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins.
Valur Handbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira