Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 20:11 Keppendurnir tíu sem stíga á svið í Söngvakeppninni í ár. Ragnar Visage Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Eins og áður hefur komið fram verða undanúrslitakvöldin tvö. Það fyrra verður 8. febrúar og það síðara þann 15. febrúar. Breyttar reglur eru í keppninni í ár og er úrslitaeinvígið nú á bak og burt. Þess í stað komast sex lög áfram í úrslitin sem verða 22. febrúar. Þá mun alþjóðleg dómnefnd vega helming á móti símaatkvæðum landsmanna og stigahæsta lag kvöldsins ber sigur úr býtum. Öll kvöld fara fram í Kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi en segir í tilkynningunni að endanleg lagaröð á hvoru kvöldi fyrir sig verði kynnt síðar. Kynnar keppninnar í ár verða þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Eins og áður verður boðið upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum. Miðasala hefst kl. 10.00 þriðjudagsmorguninn 21. febrúar á Tix. Þátttaka Íslands í keppninni í fyrra reyndist umdeild vegna þátttöku Ísrael í Eurovision og hernaði þeirra á Gasa. Yfir tíu þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að draga Ísland úr keppni vegna hernaðs Ísraela auk þess sem íslenskt tónlistarfólk afhenti undirskriftarlista þar sem 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu. Ekki hefur borið á sömu umræðu í þetta sinn en greint var frá því í vikunni að Hamas og Ísrael hefðu samþykkt drög að friðarsamkomulagi. Fyrri undanúrslit 8. febrúar Fyrri undanúrslitRagnar Visage Ég flýg í storminn / Stormchaser Flytjandi: BIRGO Lag: Birgitta Ólafsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Jonas Gladnikoff Íslenskur texti: Birgitta Ólafsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir Enskur texti: Shawn Mayers og Birgitta Ólafsdóttir Eins og þú / Like You Flytjandi: Ágúst Lag: Hákon Guðni Hjartarson, Ágúst Þór Brynjarsson og Halldór Gunnar Pálsson Íslenskur texti: Hákon Guðni Hjartarson og Ágúst Þór Brynjarsson Enskur texti: Hákon Guðni Hjartarson Frelsið Mitt / Set Me Free Flytjandi: Stebbi JAK Lag: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Will Taylor og Stebbi JAK Íslenskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Enskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Norðurljós / Northern Lights Flytjandi: BIA Lag: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. Íslenskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir, Jón Arnór Styrmisson og Kolbeinn Egill Þrastarson Enskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. RÓA Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Ingi Þór Garðarsson Seinni undanúrslit 15. febrúar Seinni undanúrslit.Ragnar Visage Aðeins lengur Flytjandi: Bjarni Arason Lag: Jóhann Helgason Texti: Björn Björnsson Flugdrekar / Carousel Flytjandi: Dagur Sig Lag: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Einar Lövdahl, Joy Deb og Andreas Lindbergh Íslenskur texti: Einar Lövdahl Enskur texti: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Joy Deb og Andreas Lindbergh Þrá / Words Flytjandi: Tinna Lag: Tinna Óðinsdóttir og Rob Price Íslenskur texti: Guðný Ósk Karlsdóttir Enskur texti: Rob Price Rísum upp / Rise Above Flytjandi: Bára Katrín Lag: Heiðar Kristjánsson og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Valgeir Magnússon, Heiðar Kristjánsson, Lára Ómarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Enskur texti: Valgeir Magnússon og Heiðar Kristjánsson Eldur / Fire Flytjendur: Júlí og Dísa Lag: Júlí Heiðar Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson Íslenskur texti: Júlí Heiðar Halldórsson Enskur texti: Andri Þór Jónsson Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Ríkisútvarpið Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Eins og áður hefur komið fram verða undanúrslitakvöldin tvö. Það fyrra verður 8. febrúar og það síðara þann 15. febrúar. Breyttar reglur eru í keppninni í ár og er úrslitaeinvígið nú á bak og burt. Þess í stað komast sex lög áfram í úrslitin sem verða 22. febrúar. Þá mun alþjóðleg dómnefnd vega helming á móti símaatkvæðum landsmanna og stigahæsta lag kvöldsins ber sigur úr býtum. Öll kvöld fara fram í Kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi en segir í tilkynningunni að endanleg lagaröð á hvoru kvöldi fyrir sig verði kynnt síðar. Kynnar keppninnar í ár verða þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Eins og áður verður boðið upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum. Miðasala hefst kl. 10.00 þriðjudagsmorguninn 21. febrúar á Tix. Þátttaka Íslands í keppninni í fyrra reyndist umdeild vegna þátttöku Ísrael í Eurovision og hernaði þeirra á Gasa. Yfir tíu þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að draga Ísland úr keppni vegna hernaðs Ísraela auk þess sem íslenskt tónlistarfólk afhenti undirskriftarlista þar sem 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu. Ekki hefur borið á sömu umræðu í þetta sinn en greint var frá því í vikunni að Hamas og Ísrael hefðu samþykkt drög að friðarsamkomulagi. Fyrri undanúrslit 8. febrúar Fyrri undanúrslitRagnar Visage Ég flýg í storminn / Stormchaser Flytjandi: BIRGO Lag: Birgitta Ólafsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Jonas Gladnikoff Íslenskur texti: Birgitta Ólafsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir Enskur texti: Shawn Mayers og Birgitta Ólafsdóttir Eins og þú / Like You Flytjandi: Ágúst Lag: Hákon Guðni Hjartarson, Ágúst Þór Brynjarsson og Halldór Gunnar Pálsson Íslenskur texti: Hákon Guðni Hjartarson og Ágúst Þór Brynjarsson Enskur texti: Hákon Guðni Hjartarson Frelsið Mitt / Set Me Free Flytjandi: Stebbi JAK Lag: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Will Taylor og Stebbi JAK Íslenskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Enskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Norðurljós / Northern Lights Flytjandi: BIA Lag: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. Íslenskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir, Jón Arnór Styrmisson og Kolbeinn Egill Þrastarson Enskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. RÓA Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Ingi Þór Garðarsson Seinni undanúrslit 15. febrúar Seinni undanúrslit.Ragnar Visage Aðeins lengur Flytjandi: Bjarni Arason Lag: Jóhann Helgason Texti: Björn Björnsson Flugdrekar / Carousel Flytjandi: Dagur Sig Lag: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Einar Lövdahl, Joy Deb og Andreas Lindbergh Íslenskur texti: Einar Lövdahl Enskur texti: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Joy Deb og Andreas Lindbergh Þrá / Words Flytjandi: Tinna Lag: Tinna Óðinsdóttir og Rob Price Íslenskur texti: Guðný Ósk Karlsdóttir Enskur texti: Rob Price Rísum upp / Rise Above Flytjandi: Bára Katrín Lag: Heiðar Kristjánsson og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Valgeir Magnússon, Heiðar Kristjánsson, Lára Ómarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Enskur texti: Valgeir Magnússon og Heiðar Kristjánsson Eldur / Fire Flytjendur: Júlí og Dísa Lag: Júlí Heiðar Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson Íslenskur texti: Júlí Heiðar Halldórsson Enskur texti: Andri Þór Jónsson
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Ríkisútvarpið Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira