Níutíu Palestínumenn látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 06:40 Meðal þeirra sem látnir voru lausir úr Ofer fangelsinu var nokkur fjöldi ungs fólks. Getty/Anadolu/Issam Rimawi Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira