Í tilkynningu segir að Erla komi til HR frá Marine Collagen í Grindavík þar sem hún hafi verið framkvæmdastjóri frá árinu 2021.
„Hún útskrifaðist sjálf úr EMBA náminu við HR árið 2023 og lauk hagfræðiprófi með stærðfræði sem aukagrein frá Macalester College í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum árið 2004.
Erla er með víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu en áður en hún tók til starfa hjá Marine Collagen hafði hún meðal annars verið mannauðsstjóri Vísis í Grindavík og framkvæmdastjóri Codland ehf. Þá situr Erla í stjórn Síldarvinnslunnar og hefur setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni.
Hún hefur þegar hafið störf í HR.