Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 23:02 Strákarnir gerðu sitt gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. Mín tilfinning fyrir þetta mót hefur verið á þá leið að kröfurnar til strákanna okkar séu ekki eins ríkar í ár og verið hefur síðustu mót. Krafan hefur verið topp 4 ár eftir ár bara til að við horfum upp á okkar drengi misstíga sig við fyrstu hindrun. Það er vart hægt að segja að Grænhöfðaeyingar standi mikið í vegi í hindrunarhlaupi okkar manna. Það var hornamannapartý gegn hægu liði. Hraðaupphlaupin komu í hrönnum og félagarnir Óðinn og Orri með ellefu af átján mörkum fyrri hálfleiks. Þeir voru í hálfgerðu píptesti, hlupu stanslaust fram og til baka, milli þess sem andstæðingarnir reyndu að svæfa höllina. Það reyndi á einbeitingu varnarmanna gegn þunglamalegum sóknarleik Grænhöfðaeyinga sem var algjört svefnlyf. Elliði Snær Viðarsson fékk líka rautt í fyrsta leik á EM í fyrra.VÍSIR/VILHELM Aftur fékk Elliði hins vegar rautt spjald, sem var algjör óþarfi. Þetta er annað mótið í röð sem Vestmannaeyingurinn fær reisupassann í fyrsta leik móts. Þá er hann nú búinn að fá tvö rauð í fyrstu þremur leikjunum sem fyrirliði, og alls spilað í þeim þremur leikjum örugglega minna en 40 mínútur. En vörnin stóð sína plikt og Viktor Gísli sterkur á bakvið – staðan 18-8 í hálfleik og allir hressir. Eftir píptestið fengu hornamennirnir hvíld en Bjarki Már og Sigvaldi fengu ekki að hlaupa eins mikið. Snorri Steinn róteraði liðinu umtalsvert og allir á skýrslu komu við sögu. En því róti fylgdi heljarinnar hikstakast. Ísland skoraði sjö gegn þremur í byrjun seinni hálfleiks en svo kom einhver óskiljanlegur 0-5 kafli, Grænhöfðaeyjum í vil. Það fór auðvitað ekkert um mann og alveg ljóst að sigurinn yrði öruggur. En það er smá áhyggjuefni hvað þetta var allt saman trist þegar byrjunarliðsmennirnir fóru á bekkinn. Það er að vissu leyti eðlilegt að spilamennskan verði aðeins losaraleg með öllum breytingunum en ég er viss um að strákarnir sjálfir séu hvað ósáttastir við strembinn seinni hálfleik. Allt fór þetta samt vel og allir fengu að spila. Þorsteinn Leó þreytti frumraun sína á stórmóti og bauð upp á tvær sleggjur í samskeytin að stórskyttusið. Hvað mestu fagnaðarlætin í stúkunni komu þá þegar Hafsteinn Óli fékk að spreyta sig í lokin með grænhöfðaeyska liðinu. Sérstök stund fyrir hann og vonandi að hann fái betri tækifæri þegar á líður. Jákvæðast er að allir komu heilir frá þessu, en á tímabili í fyrri hálfleik var manni farið að lítast illa á bakhrindingar á okkar menn. Fyrstu stigin eru komin, fyrsti sigurinn og við höldum áfram. Grænhöfðaeyjar lítil fyrirstaða og útlit fyrir að það verði áfram ekkert nema hlaupabraut í upphafi þessa hindranahlaups. Á miðað við það sem maður sá af kúbverska liðinu gegn Slóveníu hér í höllinni fyrr í dag er annar eins leikur fram undan. Kúba gat hreinlega ekki neitt. Það er vonandi að menn nýti þessa leiki til að stilla saman strengi, nái upp góðu tempoi og falli ekki í vatnsgryfjuna þegar kemur að fyrstu hindruninni er Slóvenar bíða á mánudaginn kemur. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Mín tilfinning fyrir þetta mót hefur verið á þá leið að kröfurnar til strákanna okkar séu ekki eins ríkar í ár og verið hefur síðustu mót. Krafan hefur verið topp 4 ár eftir ár bara til að við horfum upp á okkar drengi misstíga sig við fyrstu hindrun. Það er vart hægt að segja að Grænhöfðaeyingar standi mikið í vegi í hindrunarhlaupi okkar manna. Það var hornamannapartý gegn hægu liði. Hraðaupphlaupin komu í hrönnum og félagarnir Óðinn og Orri með ellefu af átján mörkum fyrri hálfleiks. Þeir voru í hálfgerðu píptesti, hlupu stanslaust fram og til baka, milli þess sem andstæðingarnir reyndu að svæfa höllina. Það reyndi á einbeitingu varnarmanna gegn þunglamalegum sóknarleik Grænhöfðaeyinga sem var algjört svefnlyf. Elliði Snær Viðarsson fékk líka rautt í fyrsta leik á EM í fyrra.VÍSIR/VILHELM Aftur fékk Elliði hins vegar rautt spjald, sem var algjör óþarfi. Þetta er annað mótið í röð sem Vestmannaeyingurinn fær reisupassann í fyrsta leik móts. Þá er hann nú búinn að fá tvö rauð í fyrstu þremur leikjunum sem fyrirliði, og alls spilað í þeim þremur leikjum örugglega minna en 40 mínútur. En vörnin stóð sína plikt og Viktor Gísli sterkur á bakvið – staðan 18-8 í hálfleik og allir hressir. Eftir píptestið fengu hornamennirnir hvíld en Bjarki Már og Sigvaldi fengu ekki að hlaupa eins mikið. Snorri Steinn róteraði liðinu umtalsvert og allir á skýrslu komu við sögu. En því róti fylgdi heljarinnar hikstakast. Ísland skoraði sjö gegn þremur í byrjun seinni hálfleiks en svo kom einhver óskiljanlegur 0-5 kafli, Grænhöfðaeyjum í vil. Það fór auðvitað ekkert um mann og alveg ljóst að sigurinn yrði öruggur. En það er smá áhyggjuefni hvað þetta var allt saman trist þegar byrjunarliðsmennirnir fóru á bekkinn. Það er að vissu leyti eðlilegt að spilamennskan verði aðeins losaraleg með öllum breytingunum en ég er viss um að strákarnir sjálfir séu hvað ósáttastir við strembinn seinni hálfleik. Allt fór þetta samt vel og allir fengu að spila. Þorsteinn Leó þreytti frumraun sína á stórmóti og bauð upp á tvær sleggjur í samskeytin að stórskyttusið. Hvað mestu fagnaðarlætin í stúkunni komu þá þegar Hafsteinn Óli fékk að spreyta sig í lokin með grænhöfðaeyska liðinu. Sérstök stund fyrir hann og vonandi að hann fái betri tækifæri þegar á líður. Jákvæðast er að allir komu heilir frá þessu, en á tímabili í fyrri hálfleik var manni farið að lítast illa á bakhrindingar á okkar menn. Fyrstu stigin eru komin, fyrsti sigurinn og við höldum áfram. Grænhöfðaeyjar lítil fyrirstaða og útlit fyrir að það verði áfram ekkert nema hlaupabraut í upphafi þessa hindranahlaups. Á miðað við það sem maður sá af kúbverska liðinu gegn Slóveníu hér í höllinni fyrr í dag er annar eins leikur fram undan. Kúba gat hreinlega ekki neitt. Það er vonandi að menn nýti þessa leiki til að stilla saman strengi, nái upp góðu tempoi og falli ekki í vatnsgryfjuna þegar kemur að fyrstu hindruninni er Slóvenar bíða á mánudaginn kemur.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50