Hagnaðurinn dregst saman Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 16:25 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira