Hagnaðurinn dregst saman Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 16:25 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira