Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2025 21:46 Orri Freyr Þorkelsson fær spaðafimmu frá aldursforseta liðsins, Björgvini Páli Gústavssyni. vísir/Vilhelm Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira