Reikna með 8,4 milljónum farþega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur verður fjölsóttur í ár. vísir/vilhelm Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. „Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum