Reikna með 8,4 milljónum farþega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur verður fjölsóttur í ár. vísir/vilhelm Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. „Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira