Erlent

Deila um á­kvæði um fangaskipti

Samúel Karl Ólason skrifar
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst.

Ríkisstjórnarfundi sem átti að fara fram í dag mun einnig hafa verið frestað en Times of Israel hefur eftir ríkisútvarpi Ísrael að það sé vegna þess að mjög íhaldssamir aðilar í ríkisstjórninni séu að íhuga að slíta ríkisstjórnarsamkomulaginu.

Bezalel Smotrich, leiðtogi Síonístaflokks Ísrael, er sagður íhuga að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Netanjahú í mótmælaskyni vegna vopnahléssamkomulagsins.

Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa

Mótmæli gegn samkomulaginu hafa átt sér stað í Jerúsalem í morgun. Ef marka má beina útsendingu AP eru þau ekki fjölmenn, þegar þetta er skrifað.

Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum.

Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudaginn.

Forsætisráðherrann sagði í morgun að leiðtogar Hamas mótmæltu ákvæði samkomulagsins um að Ísraelar gætu neitað að sleppa tilteknum Palestínskum föngum úr haldið. Að Hamas-liðar vildu fá að ráða því hverjum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum.

Netanjahú hefur sakaði leiðtoga Hamas um að vilja reyna að kúga frekari tilslakanir frá Ísraelum á síðustu stundu. Hann sagði þó ekki hvað þeir vildu, samkvæmt AP fréttaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×