Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar 15. janúar 2025 16:03 Það er bæði ótrúlegt og óásættanlegt að sjá hvernig vel menntaðir einstaklingar, sem ættu að hafa skilning á grundvallaratriðum hagfræði, kjósa að fylgja stefnu sem er bæði dýr og órökrétt. Þetta er sérlega áberandi nú þegar Kristrún Frostadóttir, einn af bestu hagfræðingum þjóðarinnar á sviði makróhagfræði, gegnir hlutverki forsætisráðherra. Þrátt fyrir eigin þekkingu og reynslu hefur hún leyft Viðreisn – flokki sem hefur tekið á sig nýfrjálshyggju – að knýja fram stefnu sem beinlínis skaðar almannahag. Það er eins og Kristrún hafi opnað dyrnar fyrir vitfirrtri górillu Þorgerðar Katrínar og nýfrjálshyggjuklíku Viðreisnar inn í postulínsbúð samfélagsins. Þau hafa fengið frjálsar hendur til að brjóta, bramla og skilja eftir sig rjúkandi rústir grunnstoða samfélagsins. Þeirra „lausnir“ snúast ekki um að bæta lífsgæði almennings, heldur að tryggja auðvaldinu hagnað og vald. Fáránleiki fjármögnunar einkaaðila Við lifum í hagkerfi þar sem ríkisvaldið hefur fulla stjórn á eigin gjaldmiðli og getur fjármagnað verkefni beint með lægstu vaxtakjörum sem völ er á. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, samþykkt að fela stórframkvæmdir eins og Sundabraut og uppbyggingu hjúkrunarheimila í hendur einkaaðila. Þetta er gert með því að setja upp fléttur sem fela raunverulegan kostnað fyrir almenning og færa arð til auðstéttarinnar. Hvers vegna erum við að gera þessar æfingar? Ef markmiðið er að tryggja að auðstéttin hagnist, hvers vegna er þá ekki bara komið hreint fram og þeim greiddar beinar innreiðslur? Hvers vegna þarf þessi gróðafærsla að vera falin í gegnum svona fléttur með gerviþörf fyrir einkafjármögnun? Þessi „dulbúna skattheimta“ þýðir að almenningur borgar tvöfalt – fyrst í formi skatta og svo í formi veggjalda og þjónustugjalda. Þetta kerfi er aðeins til þess að skapa blekkingu um að ríkið sé að „spara“ þegar í raun er það að flytja byrðar til almennings og arð til fjárfesta. Viðreisn leiðir forheimskuna – en Kristrún leyfir það Viðreisn hefur lengi talað fyrir markaðsvæðingu og einkavæðingu grunnstoða samfélagsins. Þessi stefna byggir á gamaldags hugmyndum nýfrjálshyggju, þar sem ríkið á að vera „lítill rekstraraðili“ og láta markaðinn sjá um rest. Vandamálið er að þessi stefna hefur reynst skaðleg alls staðar þar sem hún hefur verið reynd. En hvað gerir þetta verra? Kristrún Frostadóttir, sem hefur menntun og reynslu til að vita betur, hefur ekki einungis leyft þessari stefnu að ráða för – hún hefur tekið hana upp gegn betri vitund. Þetta vekur spurningar um hvar raunveruleg ábyrgð hennar liggur: Hvað knýr hana til að samþykkja stefnu sem hún hlýtur að vita að er röng? Sigurjón digri – Við þurfum að „sjá og sigra“ Í samhengi við þessa stjórnarstefnu minnir nýfrjálshyggjuklíkan í ríkisstjórninni á Sigurjón Digra úr gamla Stuðmannalaginu. Sigurjón er tákn fyrir stórt og yfirþyrmandi kerfi sem virðist ógnvænlegt en sem við verðum að sjá og sigra. Spurningin er: Inga Sæland og Kristrún gleymt að hún er ekki í bandi með Sigurjóni, heldur á að vera í baráttu fyrir fjöldann? Var ekki meiningin að sigra Sigurjón Digra ekki að ganga í lið með honum? Hópheimskan sem blindar stjórnmálamenn Hópheimskan er skaðlegust þegar hún ræður för hjá hæfasta fólki. Hagfræðingar eins og Kristrún, sem vita hvernig peningakerfið virkar, ættu að vera fyrirmyndir í umræðu um réttláta og hagkvæma fjármögnun. En í stað þess virðist hún ganga í takt við markaðsöflin og gefa þeim frjálst spil með grunnstoðir samfélagsins. Þegar Viðreisn og Þorgerður fá að stjórna eins og górillur í postulínsbúð, verður tjónið óafturkræft. Það er ekki hægt að fela sig á bak við bókhaldsbrellur eða „stjórnmálalegt jafnvægi“ þegar stefna er tekin sem hreinlega gerir samfélagið brotakennt og skaðar almenning. Hvernig tökum við völdin til baka? Til að skilja hvernig við getum tekið völdin til baka úr höndum auðstéttarinnar og tryggt að grunnstoðir samfélagsins þjóni fjöldanum, þurfum við fyrst að átta okkur á hvernig peningar virka í raun. Þessi skilningur er lykillinn að því að sjá hvers vegna ríkisfjármál ættu ekki að vera háð einkafjármögnun og hvers vegna nýfrjálshyggjan skapar óþarfa byrðar fyrir almenning. Hvernig verða peningar til og eyðast? Í nútíma peningakerfi eru peningar ekki „prentaðir“ í hefðbundnum skilningi nema að mjög litlu leyti (seðlar og mynt). Flestir peningar verða til á tvo vegu: Peningasköpun ríkisins: Þegar ríkið borgar fyrir vörur eða þjónustu, til dæmis framkvæmdir eins og Sundabraut, eru peningar lagðir inn á reikninga viðkomandi aðila. Þessi innborgun er í raun „sköpun peninga.“ Þetta gerist í gegnum seðlabankann, sem tryggir að ríkið hafi alltaf aðgang að fjármunum til að standa undir skuldbindingum sínum. Peningasköpun einkabanka: Þegar bankar veita lán, til dæmis til að fjármagna húsnæði eða rekstur, skapa þeir nýja peninga. Þetta gerist með því að leggja upphæð lánsins inn á reikning lántakans, án þess að taka fé frá öðrum innistæðum. Þessir peningar eru í raun skapaðir rafrænt. Peningar „eyðast“ síðan þegar þeir fara aftur út úr hagkerfinu: Í gegnum skattgreiðslur: Þegar ríkið innheimtir skatta tekur það peninga úr umferð og dregur úr heildareftirspurn í hagkerfinu. Skattar eru því ekki til að „fjármagna“ ríkisútgjöld, heldur til að stjórna efnahagsstarfsemi og tryggja jafnvægi. Í gegnum afborganir lána: Þegar lán eru greidd til baka eyðast þeir peningar sem voru skapaðir við lántöku og það dregur úr peningamagni í umferð. Hvers vegna fléttur? Ef peningar eru svona einfaldlega skapaðir og eyttir, hvers vegna erum við þá með flóknar fléttur til að fjármagna verkefni? Hvers vegna treystum við á einkafjármögnun, þar sem almenningur borgar bæði kostnað og arð til fjárfesta? Ef markmiðið er að tryggja hag auðstéttarinnar, hvers vegna ekki bara að greiða þeim beint? Að fela þessar greiðslur í gegnum svokallaða „gervieinkafjármögnun“ er ekkert nema leikur til að halda almenningi í blekkingu. Þessar fléttur eru gerðar til að „skekkja ríkisbókhaldið“. Með því að færa kostnað stórframkvæmda yfir til einkaaðila birtast þær ekki sem skuldir ríkisins í opinberum skjölum. Þetta er bókhaldsbrella sem þjónar aðeins pólitískum tilgangi og þóknast markaðshyggjusömum stjórnmálamönnum. Í raun skapar þetta kerfi aðeins meiri kostnað fyrir almenning og tryggir arðsemi fyrir fjárfesta. Hvernig tökum við stjórnina aftur? Til að vinda ofan af þessu kerfi og tryggja að samfélagið byggist á réttlæti og hagkvæmni þurfum við að: 1. Fjarlægja nýfrjálshyggjuna úr ríkisfjármálum: Ríkið ætti að fjármagna stórframkvæmdir beint og hætta að „leigja“ peninga frá einkaaðilum á háum vaxtakjörum. 2. Hætta að fela raunverulegan kostnað: Við verðum að hætta að nota bókhaldsbrellur til að „sýnast“ fjárhagslega ábyrg. Opinber verkefni ættu að vera opinber í öllum skilningi, þar með talið í bókhaldinu. 3. Byggja innviði fyrir samfélagið, ekki auðstéttina: Það er engin þörf á að aka á malbiki auðvaldsins eða greiða þeim gjöld fyrir þjónustu sem við getum veitt okkur sjálf. Við eigum að leggja okkar eigið malbik og byggja innviði sem þjóna öllum, án milliliða sem krefjast arðs. Malbik fyrir fólkið, ekki auðvaldið Við þurfum ekki að sætta okkur við kerfi sem tryggir auðstéttinni hagnað á kostnað fjöldans. Ríkið hefur öll tæki til að fjármagna samfélagsverkefni beint, án óþarfa milliliða. Þetta er ekki spurning um „fjárhagslegt svigrúm“ – þetta er spurning um pólitíska forgangsröðun og siðferði. Það er tími til að endurheimta stjórnina og byggja réttlátt og sanngjarnt samfélag, þar sem innviðir eru í eigu og þjónustu fjöldans, ekki auðstéttarinnar. Hvað varð um betri vitund? Kristrún Frostadóttir er ekki aðeins vel menntuð og reyndur hagfræðingur – hún er nú forsætisráðherra. Þetta gerir stöðu hennar enn alvarlegri, því að hún hefur bæði burði og völd til að breyta stefnu sem gengur gegn almannahagsmunum. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur hún leyft nýfrjálshyggjuklíkunni í Viðreisn að taka stjórnina og þar með sett almannahag í hendur auðvaldsins. Við þurfum ekki að aka á malbiki auðvaldsins eða greiða þeim gjöld fyrir að veita okkur aðgang að innviðum sem við sjálf fjármögnuðum í upphafi. Við getum haldið í sjálfsvirðingu og lagt okkar eigið malbik – malbik sem er fjármagnað af samfélaginu fyrir samfélagið. Það er engin ástæða til að auðræningjar geti heimtað toll af okkur fyrir að nýta grunnstoðir samfélagsins. Spurningin sem við verðum öll að spyrja okkur er: „Erum við tilbúin að aka áfram á malbiki auðvaldsins eða eigum við að berjast fyrir grunnstoðum samfélagsins?“ Svarið ætti að vera augljóst. Við verðum að velja sjálfsvirðingu, réttlæti og samfélagslega ábyrgð fram yfir gróðasókn og valdauðgi. Það er kominn tími til að segja: „Nóg er nóg.“ Við eigum að tryggja að innviðir samfélagsins – frá vegakerfi til hjúkrunarheimila – séu í eigu og stjórnun almennings, ekki fjárfesta sem krefjast arðs á okkar kostnað. Þetta snýst ekki aðeins um hagfræði – þetta snýst um sjálfsvirðingu þjóðar sem vill standa saman og byggja réttlátt samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er bæði ótrúlegt og óásættanlegt að sjá hvernig vel menntaðir einstaklingar, sem ættu að hafa skilning á grundvallaratriðum hagfræði, kjósa að fylgja stefnu sem er bæði dýr og órökrétt. Þetta er sérlega áberandi nú þegar Kristrún Frostadóttir, einn af bestu hagfræðingum þjóðarinnar á sviði makróhagfræði, gegnir hlutverki forsætisráðherra. Þrátt fyrir eigin þekkingu og reynslu hefur hún leyft Viðreisn – flokki sem hefur tekið á sig nýfrjálshyggju – að knýja fram stefnu sem beinlínis skaðar almannahag. Það er eins og Kristrún hafi opnað dyrnar fyrir vitfirrtri górillu Þorgerðar Katrínar og nýfrjálshyggjuklíku Viðreisnar inn í postulínsbúð samfélagsins. Þau hafa fengið frjálsar hendur til að brjóta, bramla og skilja eftir sig rjúkandi rústir grunnstoða samfélagsins. Þeirra „lausnir“ snúast ekki um að bæta lífsgæði almennings, heldur að tryggja auðvaldinu hagnað og vald. Fáránleiki fjármögnunar einkaaðila Við lifum í hagkerfi þar sem ríkisvaldið hefur fulla stjórn á eigin gjaldmiðli og getur fjármagnað verkefni beint með lægstu vaxtakjörum sem völ er á. Samt sem áður hefur ríkisstjórnin, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, samþykkt að fela stórframkvæmdir eins og Sundabraut og uppbyggingu hjúkrunarheimila í hendur einkaaðila. Þetta er gert með því að setja upp fléttur sem fela raunverulegan kostnað fyrir almenning og færa arð til auðstéttarinnar. Hvers vegna erum við að gera þessar æfingar? Ef markmiðið er að tryggja að auðstéttin hagnist, hvers vegna er þá ekki bara komið hreint fram og þeim greiddar beinar innreiðslur? Hvers vegna þarf þessi gróðafærsla að vera falin í gegnum svona fléttur með gerviþörf fyrir einkafjármögnun? Þessi „dulbúna skattheimta“ þýðir að almenningur borgar tvöfalt – fyrst í formi skatta og svo í formi veggjalda og þjónustugjalda. Þetta kerfi er aðeins til þess að skapa blekkingu um að ríkið sé að „spara“ þegar í raun er það að flytja byrðar til almennings og arð til fjárfesta. Viðreisn leiðir forheimskuna – en Kristrún leyfir það Viðreisn hefur lengi talað fyrir markaðsvæðingu og einkavæðingu grunnstoða samfélagsins. Þessi stefna byggir á gamaldags hugmyndum nýfrjálshyggju, þar sem ríkið á að vera „lítill rekstraraðili“ og láta markaðinn sjá um rest. Vandamálið er að þessi stefna hefur reynst skaðleg alls staðar þar sem hún hefur verið reynd. En hvað gerir þetta verra? Kristrún Frostadóttir, sem hefur menntun og reynslu til að vita betur, hefur ekki einungis leyft þessari stefnu að ráða för – hún hefur tekið hana upp gegn betri vitund. Þetta vekur spurningar um hvar raunveruleg ábyrgð hennar liggur: Hvað knýr hana til að samþykkja stefnu sem hún hlýtur að vita að er röng? Sigurjón digri – Við þurfum að „sjá og sigra“ Í samhengi við þessa stjórnarstefnu minnir nýfrjálshyggjuklíkan í ríkisstjórninni á Sigurjón Digra úr gamla Stuðmannalaginu. Sigurjón er tákn fyrir stórt og yfirþyrmandi kerfi sem virðist ógnvænlegt en sem við verðum að sjá og sigra. Spurningin er: Inga Sæland og Kristrún gleymt að hún er ekki í bandi með Sigurjóni, heldur á að vera í baráttu fyrir fjöldann? Var ekki meiningin að sigra Sigurjón Digra ekki að ganga í lið með honum? Hópheimskan sem blindar stjórnmálamenn Hópheimskan er skaðlegust þegar hún ræður för hjá hæfasta fólki. Hagfræðingar eins og Kristrún, sem vita hvernig peningakerfið virkar, ættu að vera fyrirmyndir í umræðu um réttláta og hagkvæma fjármögnun. En í stað þess virðist hún ganga í takt við markaðsöflin og gefa þeim frjálst spil með grunnstoðir samfélagsins. Þegar Viðreisn og Þorgerður fá að stjórna eins og górillur í postulínsbúð, verður tjónið óafturkræft. Það er ekki hægt að fela sig á bak við bókhaldsbrellur eða „stjórnmálalegt jafnvægi“ þegar stefna er tekin sem hreinlega gerir samfélagið brotakennt og skaðar almenning. Hvernig tökum við völdin til baka? Til að skilja hvernig við getum tekið völdin til baka úr höndum auðstéttarinnar og tryggt að grunnstoðir samfélagsins þjóni fjöldanum, þurfum við fyrst að átta okkur á hvernig peningar virka í raun. Þessi skilningur er lykillinn að því að sjá hvers vegna ríkisfjármál ættu ekki að vera háð einkafjármögnun og hvers vegna nýfrjálshyggjan skapar óþarfa byrðar fyrir almenning. Hvernig verða peningar til og eyðast? Í nútíma peningakerfi eru peningar ekki „prentaðir“ í hefðbundnum skilningi nema að mjög litlu leyti (seðlar og mynt). Flestir peningar verða til á tvo vegu: Peningasköpun ríkisins: Þegar ríkið borgar fyrir vörur eða þjónustu, til dæmis framkvæmdir eins og Sundabraut, eru peningar lagðir inn á reikninga viðkomandi aðila. Þessi innborgun er í raun „sköpun peninga.“ Þetta gerist í gegnum seðlabankann, sem tryggir að ríkið hafi alltaf aðgang að fjármunum til að standa undir skuldbindingum sínum. Peningasköpun einkabanka: Þegar bankar veita lán, til dæmis til að fjármagna húsnæði eða rekstur, skapa þeir nýja peninga. Þetta gerist með því að leggja upphæð lánsins inn á reikning lántakans, án þess að taka fé frá öðrum innistæðum. Þessir peningar eru í raun skapaðir rafrænt. Peningar „eyðast“ síðan þegar þeir fara aftur út úr hagkerfinu: Í gegnum skattgreiðslur: Þegar ríkið innheimtir skatta tekur það peninga úr umferð og dregur úr heildareftirspurn í hagkerfinu. Skattar eru því ekki til að „fjármagna“ ríkisútgjöld, heldur til að stjórna efnahagsstarfsemi og tryggja jafnvægi. Í gegnum afborganir lána: Þegar lán eru greidd til baka eyðast þeir peningar sem voru skapaðir við lántöku og það dregur úr peningamagni í umferð. Hvers vegna fléttur? Ef peningar eru svona einfaldlega skapaðir og eyttir, hvers vegna erum við þá með flóknar fléttur til að fjármagna verkefni? Hvers vegna treystum við á einkafjármögnun, þar sem almenningur borgar bæði kostnað og arð til fjárfesta? Ef markmiðið er að tryggja hag auðstéttarinnar, hvers vegna ekki bara að greiða þeim beint? Að fela þessar greiðslur í gegnum svokallaða „gervieinkafjármögnun“ er ekkert nema leikur til að halda almenningi í blekkingu. Þessar fléttur eru gerðar til að „skekkja ríkisbókhaldið“. Með því að færa kostnað stórframkvæmda yfir til einkaaðila birtast þær ekki sem skuldir ríkisins í opinberum skjölum. Þetta er bókhaldsbrella sem þjónar aðeins pólitískum tilgangi og þóknast markaðshyggjusömum stjórnmálamönnum. Í raun skapar þetta kerfi aðeins meiri kostnað fyrir almenning og tryggir arðsemi fyrir fjárfesta. Hvernig tökum við stjórnina aftur? Til að vinda ofan af þessu kerfi og tryggja að samfélagið byggist á réttlæti og hagkvæmni þurfum við að: 1. Fjarlægja nýfrjálshyggjuna úr ríkisfjármálum: Ríkið ætti að fjármagna stórframkvæmdir beint og hætta að „leigja“ peninga frá einkaaðilum á háum vaxtakjörum. 2. Hætta að fela raunverulegan kostnað: Við verðum að hætta að nota bókhaldsbrellur til að „sýnast“ fjárhagslega ábyrg. Opinber verkefni ættu að vera opinber í öllum skilningi, þar með talið í bókhaldinu. 3. Byggja innviði fyrir samfélagið, ekki auðstéttina: Það er engin þörf á að aka á malbiki auðvaldsins eða greiða þeim gjöld fyrir þjónustu sem við getum veitt okkur sjálf. Við eigum að leggja okkar eigið malbik og byggja innviði sem þjóna öllum, án milliliða sem krefjast arðs. Malbik fyrir fólkið, ekki auðvaldið Við þurfum ekki að sætta okkur við kerfi sem tryggir auðstéttinni hagnað á kostnað fjöldans. Ríkið hefur öll tæki til að fjármagna samfélagsverkefni beint, án óþarfa milliliða. Þetta er ekki spurning um „fjárhagslegt svigrúm“ – þetta er spurning um pólitíska forgangsröðun og siðferði. Það er tími til að endurheimta stjórnina og byggja réttlátt og sanngjarnt samfélag, þar sem innviðir eru í eigu og þjónustu fjöldans, ekki auðstéttarinnar. Hvað varð um betri vitund? Kristrún Frostadóttir er ekki aðeins vel menntuð og reyndur hagfræðingur – hún er nú forsætisráðherra. Þetta gerir stöðu hennar enn alvarlegri, því að hún hefur bæði burði og völd til að breyta stefnu sem gengur gegn almannahagsmunum. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur hún leyft nýfrjálshyggjuklíkunni í Viðreisn að taka stjórnina og þar með sett almannahag í hendur auðvaldsins. Við þurfum ekki að aka á malbiki auðvaldsins eða greiða þeim gjöld fyrir að veita okkur aðgang að innviðum sem við sjálf fjármögnuðum í upphafi. Við getum haldið í sjálfsvirðingu og lagt okkar eigið malbik – malbik sem er fjármagnað af samfélaginu fyrir samfélagið. Það er engin ástæða til að auðræningjar geti heimtað toll af okkur fyrir að nýta grunnstoðir samfélagsins. Spurningin sem við verðum öll að spyrja okkur er: „Erum við tilbúin að aka áfram á malbiki auðvaldsins eða eigum við að berjast fyrir grunnstoðum samfélagsins?“ Svarið ætti að vera augljóst. Við verðum að velja sjálfsvirðingu, réttlæti og samfélagslega ábyrgð fram yfir gróðasókn og valdauðgi. Það er kominn tími til að segja: „Nóg er nóg.“ Við eigum að tryggja að innviðir samfélagsins – frá vegakerfi til hjúkrunarheimila – séu í eigu og stjórnun almennings, ekki fjárfesta sem krefjast arðs á okkar kostnað. Þetta snýst ekki aðeins um hagfræði – þetta snýst um sjálfsvirðingu þjóðar sem vill standa saman og byggja réttlátt samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar