Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 15. janúar 2025 15:56 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Dómurinn var kveðinn upp síðdegis og birtur skömmu síðar. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í samtali við fréttastofu að fulltrúar stofnunarinnar séu enn að kynna sér dóminn, enda sé hann efnismikill. Fyrstu viðbrögð séu einfaldlega að dómurinn valdi vonbrigðum. Hafi að gera með innleiðingu Evróputilskipunar Dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Umhverfisstofnun hafi ekki haft heimild til þess að heimila breytingu á vatnsfarvegum, sem fylgi byggingu vatnsaflsvirkjana. Stofnunin hefði ekki heimild til þessa vegna innleiðingar á Evróputilskipun árið 2022, þrátt fyrir að slíkar breytingar séu heimilar í Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir eftirfarandi um niðurstöðu dómsins: „Af dóminum má ráða að við innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins hafi löggjafinn í raun gert Umhverfisstofnun ókleift að veita heimild til breytingar á vatnshloti fyrir byggingu vatnsaflsvirkjana og þar með sé ekki hægt að gefa út virkjunarleyfi. Upphafleg gerð lagafrumvarpsins hafi gert ráð fyrir því, en nefndarálit segi annað. Vilji löggjafans birtist ekki í lagaákvæðinu sjálfu með eins skýrum hætti og æskilegt hefði verið, að því er segir í héraðsdómi.“ Til þess fallið að seinka gangsetningu Hörður segir að niðurstaða dómsins muni að öllum líkindum seinka framkvæmdum við byggingu Hvammsvirkjunar. Þær séu þegar hafnar og gert hafi verið ráð fyrir því að virkjunin yrði tekin í gagnið árið 2029. Seinkun framkvæmda muni hafa í för með sér kostnað, bæði fyrir Landsvirkjun og aðra. „Stærsta áhyggjuefnið er að samfélagið þarf mjög á þessari orku að halda, í þeirri stöðu sem við erum í og vegna þeirra markmiða sem við höfum sett okkur. Þannig að afleiðingar á samfélagið eru að mínu mati mjög neikvæðar. Allar líkur á áfrýjun Hörður segist telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað, enda hafi hann komið mikið á óvart. Þá segir hann að Landsvirkjun muni þurfa að ræða við stjórnvöld um þá stöðu sem komin er upp. Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp síðdegis og birtur skömmu síðar. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í samtali við fréttastofu að fulltrúar stofnunarinnar séu enn að kynna sér dóminn, enda sé hann efnismikill. Fyrstu viðbrögð séu einfaldlega að dómurinn valdi vonbrigðum. Hafi að gera með innleiðingu Evróputilskipunar Dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Umhverfisstofnun hafi ekki haft heimild til þess að heimila breytingu á vatnsfarvegum, sem fylgi byggingu vatnsaflsvirkjana. Stofnunin hefði ekki heimild til þessa vegna innleiðingar á Evróputilskipun árið 2022, þrátt fyrir að slíkar breytingar séu heimilar í Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir eftirfarandi um niðurstöðu dómsins: „Af dóminum má ráða að við innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins hafi löggjafinn í raun gert Umhverfisstofnun ókleift að veita heimild til breytingar á vatnshloti fyrir byggingu vatnsaflsvirkjana og þar með sé ekki hægt að gefa út virkjunarleyfi. Upphafleg gerð lagafrumvarpsins hafi gert ráð fyrir því, en nefndarálit segi annað. Vilji löggjafans birtist ekki í lagaákvæðinu sjálfu með eins skýrum hætti og æskilegt hefði verið, að því er segir í héraðsdómi.“ Til þess fallið að seinka gangsetningu Hörður segir að niðurstaða dómsins muni að öllum líkindum seinka framkvæmdum við byggingu Hvammsvirkjunar. Þær séu þegar hafnar og gert hafi verið ráð fyrir því að virkjunin yrði tekin í gagnið árið 2029. Seinkun framkvæmda muni hafa í för með sér kostnað, bæði fyrir Landsvirkjun og aðra. „Stærsta áhyggjuefnið er að samfélagið þarf mjög á þessari orku að halda, í þeirri stöðu sem við erum í og vegna þeirra markmiða sem við höfum sett okkur. Þannig að afleiðingar á samfélagið eru að mínu mati mjög neikvæðar. Allar líkur á áfrýjun Hörður segist telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað, enda hafi hann komið mikið á óvart. Þá segir hann að Landsvirkjun muni þurfa að ræða við stjórnvöld um þá stöðu sem komin er upp.
Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56