Innlent

Katrín Jakobs­dóttir tekur við af Daða Má

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Daði Már var áður formaður Fasteigna Háskóla Íslands.
Daði Már var áður formaður Fasteigna Háskóla Íslands. Samsett

Katrín Jakobsdóttir hefur tekið við sem formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands. Hún tekur við af Daða Má Kristóferssyni sem hefur tekið við embætti efnahags- og fjármálaráherra.

Á síðasta fundi Háskólaráðs var samþykkt að Katrín tæki við stjórnarformennsku Fasteignafélags Háskóla Íslands.  

„Mér er sýnt mikið traust með þessu verkefni en Fasteignir HÍ er félag í mótun sem hefur gríarlega mikilvægu hlutverki að gegna við framtíðaruppbyggingu á háskólasvæðinu. Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þakkar Katrínu á Facebook-síðu rektors fyrir að taka að sér formennskuna. Þá óskar hann Katrínu og stjórn, alls hins besta í áframhaldandi mótun félagsins.

Auk Katrínar sitja Guðmundur R. Jónsson, Hrafn Hlynsson, Íris Huld Christersdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir í stjórn félagsins.

Fasteignafélagið var sett á laggirnar árið 2021. Hlutverk félagsins er að leigja aðstöðu undir starfsemi Háskóla Íslands, svo sem kennslu, vísindarannsóknir og nýsköpun ásamt ráðstefnum og þess háttar viðburðum. Fasteignir Háskóla Íslands telja nokkra tugi og eru samanlagt um 100 þúsund fermetrar að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×