Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 15:50 Palestínumenn virða fyrir sér eftirmála loftárásar í Deir Al-Balah í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira