Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 11:47 Hinn spænski Juan Bernabe og örninn Ólympía hafa unnið saman á heimaleikjum SS Lazio frá því 2010. Getty Lazio hefur rekið arnatemjarann Juan Bernabe fyrir að birta myndir af typpi sínu á samfélagsmiðlum eftir reðurígræðslu. Bernabe hefur áður verið vikið úr starfi hjá klúbbnum fyrir að fagna með fasistakveðju og hylla Mussolini. Hinn 56 ára spænski Juan Bernabe hefur verið hjá Lazio frá 2010 og séð um að þjálfa örninn Olympíu, lukkudýr félagsins, sem flýgur yfir völlinn á öllum heimaleikjum Lazio. Þeir félagar hafa verið afar vinsælir meðal stuðningsmanna félagsins. Juan Bernabe og Ólympía fagna með leikmönnunum Felipe Anderson, Pedro Rodriguez og Romano Floriani Mussolini eftir sigur liðsins á AS Roma 2023.Getty Olympía mætir þó ekki á heimaleiki liðsins í bili. Ástæðan er að Bernabe fór í reðurígræðslu til að viðhalda virkni sinni og ákvað í kjölfarið að birta myndir af limnum á samfélagsmiðlum. Lazio birti tilkynningu á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðlum í gær þar sem greint var frá brottrekstri Bernabe. Þar kom fram að í ljósi „alvarleika hegðunar“ Hr. Juans Bernabe hefði félagið rekið hann tafarlaust og slitið öllum tengslum við hann. „Félagið er meðvitað um þann sameiginlega missi sem örninn mun valda aðdáendum í næstu heimaleikjum, en trúir því að það sé ekki mögulegt fyrir neinn, sérstaklega í ljósi sögulegs tákns arnarins, að vera tengdur við manneskju sem af eigin frumkvæði ákvað að gera áframhald sambandsins ótækt,“ sagði einnig í tilkynningunni. Comunicato ufficiale ➡️ https://t.co/ODGqk6J4rb pic.twitter.com/35gPhXsk9k— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) January 13, 2025 Hvorki reykir né drekkur en elskar kynlíf Bernabe ákvað að skýra sína hlið á málinu í viðtali á ítalska útvarpsþættinum La Zanzara þar sem hann ítrekaði nauðsyn aðgerðarinnar. „Ég fór í aðgerðina til að auka kynferðisleg afköst mín af því ég er mjög virkur,“ sagði hann og bætti svo við: „Ég þarf að fá fullnægingu í hvert sinn sem ég á frítíma. Þetta var frábær aðgerð.“ Þá sagðist hann hafa farið í aðgerðina til að verða jafn virkur og þegar hann var yngri. „Holdris mitt er náttúrulegt en með þessu tæki get ég ýtt á takka sem leyfir mér að stjórna bæði standpínunni og tímalengd hennar,“ sagði hann í því samhengi. Juan Bernabe er ekki alls óumdeildur.Getty „Samviska mín er hrein. Ég birti myndirnar bara til að upplýsa fólk um aðgerðina. Fyrir mér er nekt náttúruleg því ég ólst upp í strípalingafjölskyldu og með opinn hug. Ég skil ekki hvernig myndin mín tengist klámi á nokkurn hátt,“ sagðði hann. Bernabe talaði einnig mikið um kynlíf sitt í þættinum „Allir elska kynlíf. Ég drekk ekki, ég reyki ekki og ég tek ekki eiturlyf, en ég elska kynlíf eins og allir karlmenn og karlmenn reyna alltaf að auka kynferðislega getu sína,“ sagði hann. Hann sagðist búa með maka sínum en líka stunda kynlíf með öðrum konum. „Konan sem er með mér veit þetta því hún skilur að fyrir mér er kynlíf nauðsyn, hún er með mjög opin hug. Ég myndi vilja stunda kynlíf einu sinni til tvisvar á dag.“ Juan Bernabe og Ólympía eru náin.Getty Ekki fasisti en dáir Mussolini Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bernabe lendir í vandræðum. Árið 2021 náðist myndband af honum fagna með fasistakveðju og hrópa „Duce, Duce“ í fullum Lazio-skrúða með örninn á öxlinni eftir sigur Lazio á Inter. Skjáskot úr óskýru myndbandi af fasistakveðju Bernabe fyrir fjórum árum. Fasistakveðjann felst í því að lyfta hægri handlegg beint fram þannig lófinn vísi niður. Duce þýðir foringi og er vísun í fasistann Benito Mussolini sem var kallaður Il Duce. Bernabe sagðist enginn fasisti vera heldur væri hann aðdándi Mussolini og sæi ekki eftir atvikinu. Bernabe var ráðinn aftur að nokkrum tíma liðnum og svaraði fyrir sig í fjölmiðlum. „Ég sé ekki eftir þessu af því ég dái Mussolini, hann gerði frábæra hluti fyrir Ítalíu rétt eins og Franco fyrir Spán,“ sagði hann í viðtali við Il Messaggero. „Ég dáist að þeim báðum og er stoltur af því.“ „Ég fæddist í hernum og kem úr hægrisinniðum kúltúr. Ég styð VOX eins og margir fótboltavinir mínir og ég er stoltur af því,“ sagði hann einnig í viðtalinu en VOX er popúlískur öfgahægriflokkur á Spáni. Ítalía Fótbolti Fuglar Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Hinn 56 ára spænski Juan Bernabe hefur verið hjá Lazio frá 2010 og séð um að þjálfa örninn Olympíu, lukkudýr félagsins, sem flýgur yfir völlinn á öllum heimaleikjum Lazio. Þeir félagar hafa verið afar vinsælir meðal stuðningsmanna félagsins. Juan Bernabe og Ólympía fagna með leikmönnunum Felipe Anderson, Pedro Rodriguez og Romano Floriani Mussolini eftir sigur liðsins á AS Roma 2023.Getty Olympía mætir þó ekki á heimaleiki liðsins í bili. Ástæðan er að Bernabe fór í reðurígræðslu til að viðhalda virkni sinni og ákvað í kjölfarið að birta myndir af limnum á samfélagsmiðlum. Lazio birti tilkynningu á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðlum í gær þar sem greint var frá brottrekstri Bernabe. Þar kom fram að í ljósi „alvarleika hegðunar“ Hr. Juans Bernabe hefði félagið rekið hann tafarlaust og slitið öllum tengslum við hann. „Félagið er meðvitað um þann sameiginlega missi sem örninn mun valda aðdáendum í næstu heimaleikjum, en trúir því að það sé ekki mögulegt fyrir neinn, sérstaklega í ljósi sögulegs tákns arnarins, að vera tengdur við manneskju sem af eigin frumkvæði ákvað að gera áframhald sambandsins ótækt,“ sagði einnig í tilkynningunni. Comunicato ufficiale ➡️ https://t.co/ODGqk6J4rb pic.twitter.com/35gPhXsk9k— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) January 13, 2025 Hvorki reykir né drekkur en elskar kynlíf Bernabe ákvað að skýra sína hlið á málinu í viðtali á ítalska útvarpsþættinum La Zanzara þar sem hann ítrekaði nauðsyn aðgerðarinnar. „Ég fór í aðgerðina til að auka kynferðisleg afköst mín af því ég er mjög virkur,“ sagði hann og bætti svo við: „Ég þarf að fá fullnægingu í hvert sinn sem ég á frítíma. Þetta var frábær aðgerð.“ Þá sagðist hann hafa farið í aðgerðina til að verða jafn virkur og þegar hann var yngri. „Holdris mitt er náttúrulegt en með þessu tæki get ég ýtt á takka sem leyfir mér að stjórna bæði standpínunni og tímalengd hennar,“ sagði hann í því samhengi. Juan Bernabe er ekki alls óumdeildur.Getty „Samviska mín er hrein. Ég birti myndirnar bara til að upplýsa fólk um aðgerðina. Fyrir mér er nekt náttúruleg því ég ólst upp í strípalingafjölskyldu og með opinn hug. Ég skil ekki hvernig myndin mín tengist klámi á nokkurn hátt,“ sagðði hann. Bernabe talaði einnig mikið um kynlíf sitt í þættinum „Allir elska kynlíf. Ég drekk ekki, ég reyki ekki og ég tek ekki eiturlyf, en ég elska kynlíf eins og allir karlmenn og karlmenn reyna alltaf að auka kynferðislega getu sína,“ sagði hann. Hann sagðist búa með maka sínum en líka stunda kynlíf með öðrum konum. „Konan sem er með mér veit þetta því hún skilur að fyrir mér er kynlíf nauðsyn, hún er með mjög opin hug. Ég myndi vilja stunda kynlíf einu sinni til tvisvar á dag.“ Juan Bernabe og Ólympía eru náin.Getty Ekki fasisti en dáir Mussolini Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bernabe lendir í vandræðum. Árið 2021 náðist myndband af honum fagna með fasistakveðju og hrópa „Duce, Duce“ í fullum Lazio-skrúða með örninn á öxlinni eftir sigur Lazio á Inter. Skjáskot úr óskýru myndbandi af fasistakveðju Bernabe fyrir fjórum árum. Fasistakveðjann felst í því að lyfta hægri handlegg beint fram þannig lófinn vísi niður. Duce þýðir foringi og er vísun í fasistann Benito Mussolini sem var kallaður Il Duce. Bernabe sagðist enginn fasisti vera heldur væri hann aðdándi Mussolini og sæi ekki eftir atvikinu. Bernabe var ráðinn aftur að nokkrum tíma liðnum og svaraði fyrir sig í fjölmiðlum. „Ég sé ekki eftir þessu af því ég dái Mussolini, hann gerði frábæra hluti fyrir Ítalíu rétt eins og Franco fyrir Spán,“ sagði hann í viðtali við Il Messaggero. „Ég dáist að þeim báðum og er stoltur af því.“ „Ég fæddist í hernum og kem úr hægrisinniðum kúltúr. Ég styð VOX eins og margir fótboltavinir mínir og ég er stoltur af því,“ sagði hann einnig í viðtalinu en VOX er popúlískur öfgahægriflokkur á Spáni.
Ítalía Fótbolti Fuglar Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira