Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 08:56 Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré. Reykjavíkurborg Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira