Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 07:21 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha var valinn í landsliðs Grænhöfðaeyja í fyrsta sinn í vetur. vísir/Bjarni Strákarnir okkar gætu enn þurft að glíma við landa sinn, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha, í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Hafsteinn hefur á ný verið kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja. Þetta fullyrðir handboltasérfræðingurinn Logi Geirsson á Twitter, en á föstudaginn var sagt frá því að Hafsteinn fengi ekki sæti í 16 manna hópi Grænhöfðaeyja og væri því á heimleið frá Zagreb. Logi Geirsson segir Hafstein á ný í landsliðshópi Grænhöfðaeyja.Skjáskot/Twitter Uppfært: Handknattleikssamband Grænhöfðaeyja hefur nú staðfest að Hafsteinn Óli hafi verið kallaður inn í stað Anderson Rocha vegna meiðsla. Hafsteinn, sem er leikmaður Gróttu í Olís-deildinni, var í fyrsta sinn valinn í landslið Grænhöfðaeyja í nóvember, fyrir leiki við Kúveit, Barein og Túnis. Hann hafði þá verið í sambandi við forráðamenn handknattleikssambands Grænhöfðaeyja í nokkurn tíma: „Fyrir síðustu jól [fyrir rúmu ári] heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn var svo valinn í 18 manna hóp Grænhöfðaeyja fyrir HM og fór með liðinu til Zagreb þar sem liðið spilar sína leiki líkt og íslenska landsliðið. Hann fékk hins vegar óvænt þær fréttir fyrir helgi að hann og annar leikmaður væru á heimleið, en nú hefur verið kallað í hann að nýju vegna meiðsla. HM hefst í dag en keppni í riðli Íslands hefst á fimmtudaginn þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum klukkan 19:30. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Þetta fullyrðir handboltasérfræðingurinn Logi Geirsson á Twitter, en á föstudaginn var sagt frá því að Hafsteinn fengi ekki sæti í 16 manna hópi Grænhöfðaeyja og væri því á heimleið frá Zagreb. Logi Geirsson segir Hafstein á ný í landsliðshópi Grænhöfðaeyja.Skjáskot/Twitter Uppfært: Handknattleikssamband Grænhöfðaeyja hefur nú staðfest að Hafsteinn Óli hafi verið kallaður inn í stað Anderson Rocha vegna meiðsla. Hafsteinn, sem er leikmaður Gróttu í Olís-deildinni, var í fyrsta sinn valinn í landslið Grænhöfðaeyja í nóvember, fyrir leiki við Kúveit, Barein og Túnis. Hann hafði þá verið í sambandi við forráðamenn handknattleikssambands Grænhöfðaeyja í nokkurn tíma: „Fyrir síðustu jól [fyrir rúmu ári] heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn var svo valinn í 18 manna hóp Grænhöfðaeyja fyrir HM og fór með liðinu til Zagreb þar sem liðið spilar sína leiki líkt og íslenska landsliðið. Hann fékk hins vegar óvænt þær fréttir fyrir helgi að hann og annar leikmaður væru á heimleið, en nú hefur verið kallað í hann að nýju vegna meiðsla. HM hefst í dag en keppni í riðli Íslands hefst á fimmtudaginn þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum klukkan 19:30.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira