Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson og Martin Swift skrifa 14. janúar 2025 07:00 Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun