Hlaup hafið úr Grímsvötnum Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 14:19 Grímsvötn úr lofti árið 2021. Vísir/Rax Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira