Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:01 Josh Allen leiddi Buffalo Bills til öruggs sigurs í gær. Getty/Kathryn Riley Nokkrir stuðningsmanna Buffalo Bills virtust ekki ná að njóta þess nógu vel þegar liðið komst af öryggi áfram í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar með 31-7 sigri á Denver Broncos. Til átaka kom á bílastæðinu við Highmark-leikvanginn eftir leik. Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira