Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. janúar 2025 22:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að rýra traust almennings til kerfisins að menn fái að dvelja hér sem gerst hafi sekir um alvarlega glæpi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. Eftir að mál hins sýrlenska Mohammeds Th. Jóhannessonar, áður Kourani, komst í hámæli hefur verið mikið rætt um stöðu þeirra með alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani var í júlí dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í versluninni OK Market og fjölda annarra brota. Hann hafði meðal annars ofsótt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og fjölskyldu um árabil. Kallað var eftir því að Kourani yrði vikið úr landi en þar sem hann er hér með alþjóðlega vernd er það ekki hægt. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hóf athugun á því hvort hægt væri að breyta þeim lögum og afturkalla dvalarleyfi þeirra sem brjóta alvarlega af sér. Nýr dómsmálaráðherra ætlar nú að sjá til þess að sú vinna klarist. „Þar hef ég skoðað hvaða útfærslur eru bestar í þeim efnum. Ein leiðin var sú að samhliða því sem menn eru dæmdir fyrir dómi fyrir þannig brot verði hægt að taka þetta til umfjöllunar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það verði að vera sátt um flóttamannakerfið á Íslandi svo tekið sé vel við fólki í neyð. „Það ógnar stuðningi almennings við þetta kerfi ef hér fá að dvelja menn sem hafa gerst sekir um alvarleg brot og þess vegna ætla ég að fara þessa leið og vonast til þess að þetta geti unnist hratt og vel,“ segir dómsmálaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Eftir að mál hins sýrlenska Mohammeds Th. Jóhannessonar, áður Kourani, komst í hámæli hefur verið mikið rætt um stöðu þeirra með alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani var í júlí dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í versluninni OK Market og fjölda annarra brota. Hann hafði meðal annars ofsótt Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara og fjölskyldu um árabil. Kallað var eftir því að Kourani yrði vikið úr landi en þar sem hann er hér með alþjóðlega vernd er það ekki hægt. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hóf athugun á því hvort hægt væri að breyta þeim lögum og afturkalla dvalarleyfi þeirra sem brjóta alvarlega af sér. Nýr dómsmálaráðherra ætlar nú að sjá til þess að sú vinna klarist. „Þar hef ég skoðað hvaða útfærslur eru bestar í þeim efnum. Ein leiðin var sú að samhliða því sem menn eru dæmdir fyrir dómi fyrir þannig brot verði hægt að taka þetta til umfjöllunar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það verði að vera sátt um flóttamannakerfið á Íslandi svo tekið sé vel við fólki í neyð. „Það ógnar stuðningi almennings við þetta kerfi ef hér fá að dvelja menn sem hafa gerst sekir um alvarleg brot og þess vegna ætla ég að fara þessa leið og vonast til þess að þetta geti unnist hratt og vel,“ segir dómsmálaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira