Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:38 Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Virðingar. Efling mótmælti í Kringlunni fyrr í dag. Samsett Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Þeir félagsmenn Virðingar sem stofnuðu félagið höfðu það frelsi að mega stofna sitt eigið stéttarfélag. Stjórn Eflingar og formanni þess kemur það þess vegna ekkert við þó þetta fólk vilji frekar stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Þá hefur Efling heldur engan einkarétt á því að semja við vinnuveitendur eða fyrir hönd þeirra sem hjá þeim vinna,“ segir í yfirlýsingu frá Virðingu. Þá segir í yfirlýsingunni að Efling hafi sýnt það í verki að þau vilji ekki semja við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í yfirlýsingunni. Þá frábiður stjórn Virðingar sér að vera bendluð við lögbrot og ítrekar að félagsmenn hafa og eiga rétt til að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samningar sem þeir eru tilbúnir að vinna eftir. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03 Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Þeir félagsmenn Virðingar sem stofnuðu félagið höfðu það frelsi að mega stofna sitt eigið stéttarfélag. Stjórn Eflingar og formanni þess kemur það þess vegna ekkert við þó þetta fólk vilji frekar stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Þá hefur Efling heldur engan einkarétt á því að semja við vinnuveitendur eða fyrir hönd þeirra sem hjá þeim vinna,“ segir í yfirlýsingu frá Virðingu. Þá segir í yfirlýsingunni að Efling hafi sýnt það í verki að þau vilji ekki semja við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í yfirlýsingunni. Þá frábiður stjórn Virðingar sér að vera bendluð við lögbrot og ítrekar að félagsmenn hafa og eiga rétt til að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samningar sem þeir eru tilbúnir að vinna eftir.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03 Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
„Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59