„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2025 08:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ívar Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira