Óvæntur glaðningur í veggjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 14:20 Daníel og Aðalsteina hafa gert mikið í húsinu og fundið ýmislegt í veggjunum. Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. „Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
„Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira