Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar 10. janúar 2025 07:32 Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar