„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2025 22:24 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Hann er ánægður með sína menn en segir liðið þó enn eiga mikið inni. vísir / diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. „Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
„Við vorum í algjöru skotstríði í síðustu viku og miklum sóknarbolta [106-104 sigur gegn Þór Þ.]. Svo mætum við hér á erfiðan útivöll og tökum einhvern svona varnarsigur, þar sem bæði lið eru bara í kringum áttatíu stigin. Það er fjölhæfni í okkar leik, við getum spilað hægar og meira physical leik, sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina, en við getum líka verið liðið sem sprengir þetta upp. Aðlögunarhæfnin er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leik. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliðunum tveimur en tveimur stigum ofar en næstu lið fyrir neðan. „Markmiðið hjá okkur er bara að mæta í hvern einasta körfuboltaleik og vinna. Við teljum að með réttu leikplani og fókus, og með því að muna að vera glaðir og gera þetta fyrir hvorn, þá held ég að við getum það. Auðvitað erum við í þessu til að vinna en hvort að við verðum þarna, það er svo mikið eftir. Hver einn og einasti leikur er ógeðslega erfiður, og við tökum að sjálfsögðu bara gömlu góðu klisjuna; einn leikur í einu og næst er Keflavík,“ sagði Rúnar um toppbaráttuna. Rúnar fer yfir málin í leikhléi undir lokin.vísir / diego Í kvöld sneri Khalil Shabazz aftur eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Hann skilaði frábæru framlagi í kvöld og var stigahæsti maður vallarins. Njarðvíkingar bíða hins vegar enn eftir að endurheimta Dwayne Lautier-Ogunleye úr meiðslum. „Logi [Gunnarsson, aðstoðarþjálfari] er með hann [Dwayne] á hliðarlínunni í IceMar höllinni á öllum æfingum að gera hann þreyttan og koma honum í stand. Við fengum góðar fréttir og ég hugsa að um miðjan febrúar gætum við verið komnir með hann í búning… Það er eitt sem hann Khalil tekur út úr þessari meiðslatíð þar sem hann var að spara öxlina og vildi eiginlega ekkert skjóta á æfingum, mér finnst bara orðinn betri. Gerir meira af því í kvöld að sækja í glufurnar í vörninni og ná sér í auðveldar körfur, á sama tíma og hann sýnir okkur ótrúlega færni í að finna liðsfélaga sína. Þannig að þetta er bara fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur og við þurfum að vera með kveikt á öllum perum á móti Keflavík í næstu umferð,“ sagði Rúnar að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira