Marta hefur nefnilega framlengt samning sinn við bandaríska félagið Orlando Pride um tvö ár eða út 2026 tímabilið.
Hún heldur upp á fertugsafmælið sitt í febrúar 2026 og mun því vera á fimmtugsaldri allt síðasta tímabil sitt með Pride liðinu.
Marta var fyrirliði Flórída liðsins á síðasta tímabili þegar Orlando Pride varð bandarískur meistari í fyrsta sinn.
Marta skoraði meðal annars úrslitamarkið í undanúrslitaleiknum á móti Kansas City Current.
Hún hefur spilað með félaginu frá 2017 og alls hefur Marta skorað 42 mörk í 128 leikjum fyrir félagið.
Marta er í huga margra besta knattspyrnukona sögunnar. Hún var sex sinnum kosin sú besta í heimi frá 2006 til 2018 og er markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM kvenna með sautján mörk.
Marta hætti í brasilíska landsliðinu eftir 1-0 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París síðasta sumar.
Verðlaun FIFA fyrir flottasta markið í kvennafótboltanum eru skírð í höfuðið á henni og hún hlaut þau fyrst allra.