Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að öll þrjú starfsviðtölin væru afstaðin. Næst á dagskrá er að taka ákvörðun milli aðilanna þriggja. Vísir/Sigurjón Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira