Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:13 Patrik veit hvað hann syngur þegar kemur að nýjustu tísku. Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz Tíska og hönnun Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz
Tíska og hönnun Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira