Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 21:30 Pia Hansson segir tal Donalds Trumps um mögulega yfirtöku á Grænlandi marglaga. Getty/Stöð 2 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“ Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“
Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira