Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 18:36 Mette hefur boðað aðra flokksformenn á sinn fund. Getty Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna.
Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19