Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:03 Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira