Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar 8. janúar 2025 09:02 Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun