Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 10:04 Maðurinn fékk ekki vinnuna en leitaði til umboðsmanns vegna ráðningarferilsins. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira