Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 22:30 Mike Evans hafði fjögur hundruð milljón ástæður til að fagna þegar hann greip síðustu sendingu leiksins á móti Carolina Panthers í gær. AP/Jason Behnken Lokaumferðin í deildarkeppni NFL fór fram um síðustu helgi og þar voru nokkrir leikmenn liðanna ekki bara á eftir sigri. Sumir gátu tryggt sér veglega bónusa. Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs)
NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira