Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 6. janúar 2025 17:01 Það er upplýsingastríð í gangi sem almenningi er mestmegnis ósýnilegt, þótt almenningur sé sjálfur fórnarlambið. Í því eru margir þátttakendur, sem í stuttu máli má lýsa sem valdhyggjuöflum, en einn er þó beinlínis stofnanavæddur og skipulagður hluti stríðsrekstrar, og er það stríðsvél Rússlands. Réttar upplýsingar Skoðanaskipti einstaklinga með ólík sjónarmið er frumforsenda þess að lýðræðislegir ferlar virki þannig að þjóðfélög dragi réttar ályktanir og taki réttar ákvarðanir. Allt þetta er háð réttum upplýsingum. Því meira af réttum upplýsingum, því líklegri eru skynsamlegar ályktanir og réttar ákvarðanir. Því minna af réttum upplýsingum og meira af röngum, því líklegri eru mistök af öllu tagi. Því þvældari, ringlaðari og heiftarlegri sem öll skoðanaskipti eru, og þannig lýðræðislegu ferlarnir í kjölfarið, því betra fyrir gerræðisríki eins og Rússland. Lýðræðisríki eru hins vegar jafnan minni, enda virða þau undantekningalítið tilvistarrétt hvors annars en sinna hernaðarlegum varnarhagsmunum sínum með samningum og samstarfi sín á milli. Augljóslega krefst slíkt samstarf ákveðinnar samheldni, sem í kjölfarið verður að byggja á nokkurn veginn sameiginlegri sýn á það hver veruleikinn er hverju sinni, og sú sameiginlega sýn byggir á því að sem flestir innri aðilar hafi réttar upplýsingar. Sannfæring er ekki markmiðið Þannig skiptir engu máli fyrir Rússland hverju fólk trúir í sjálfu sér, svo lengi sem ekki of margir þátttakendur í samtalinu trúa því sem er satt og rétt. Markmið upplýsingastríðsins er því alls ekki að sannfæra einn eða neinn um ágæti neins málstaðar, heldur um að telja fólki trú um að sannleikurinn sé í grundvallaratriðum óaðgengilegur og venjulegu fólki ofviða. Best er ef fólk veigrar sér við að taka þátt í samtölum yfirhöfuð, og að það skipti sér þá ellegar í margar, litlar, grjótharðar fylkingar sem dreifa athygli og umræðu sem víðast, jafnvel um smáatriði. Undir þessum kringumstæðum er mun auðveldara fyrir gerræðisríki eins og Rússland að athafna sig eins og þeim sýnist vegna þess að viðnámsþróttur og samheldni lýðræðisríkjanna er þá minni. Sannleikurinn er flókinn en lygin einföld Sá grundvallargalli er við sannleiksleitina, að lygi og rangfærslur dreifast betur en sannleikur og röksemd, vegna þess að það eru takmörk fyrir því hversu einfaldur sannleikurinn verður áður en hann hættir að vera sannur, en lygi og rangfærslur má einfalda eftir geðþótta. Það má síðan hrúga út litlum, snjöllum, einföldum upphrópunum, slagorðum og gysi, til að það líti út fyrir að vera efnismeira eða óumdeildara en það raunverulega er. Verst er þó þegar rangfærslur innihalda einhvern smávægilegan sannleika, sem höfðar þá til þeirra sem þekkja hann, en fela einnig í sér ofureinföldun, kenna röngu vandamáli um eða á annan hátt afvegaleiðir. Þannig er hálfsannleikur oft verri en bláköld lygi, því að hálfsannleikur höfðar einnig til þeirra sem þekkja til efnisins, en spillir á sama tíma fyrir upplýstri umræðu. Engar einfaldar lausnir Þetta er óleyst vandamál og helstu hugmyndir um að sporna við þessu fela einnig í sér áskoranir með tilliti til opinnar umræðu. Þær geta jafnvel sjálfar átt sinn þátt í því að hindra mikilvæg skoðanaskipti, þvert á ætlaðan tilgang. Vera má að hægt sé að búa til betri lausnir, en enn sem komið er, eru þær allavega ekki augljósar, og ólíklega einfaldar. Á sama tíma er sannleiksleitin í eðli sínu erfið. Bestu leiðirnar sem við höfum til hennar eru annað hvort grundvallaðar á vísindalegri aðferð eða svokölluðu markaðstorgi hugmyndanna. Hvorugt tryggir þó að við komumst að því sem er satt, heldur gefa okkur einungis tækifæri til þess. Ef við erum til dæmis ekki reiðubúin til að trúa því sem er óþægilegt eða óheppilegt fyrir okkur, þá duga þessar aðferðir mjög skammt. Þá gera þær ekkert gagn ef við erum með öllu óviljug um að taka þátt í markaðstorgi hugmyndanna yfirhöfuð. Það sem við getum þó gert En eitt getum við þó gert, sem er að vera meðvituð um þetta, og tileinkað okkur viðhorf og samskiptavenjur í samræmi við miskunnarlausa sannleiksleit, lýðræðisgildin sjálf og eftir atvikum vísindalega aðferð. Við getum forðast óbilgirni, útskúfun og skautun, en kunnað að vera ósammála, sérstaklega um hlutina sem okkur þykja skipta mestu máli, af einmitt þeirri ástæðu að þeir skipta mestu máli. Þá er mikilvægt að við áttum okkur á, að enginn hópur eða málstaður er undanskilinn þessum hernaði. Reyndar er líklegra að mikilvægustu málstaðirnir lendi mest í honum, einmitt vegna þess að þeir eru mikilvægastir. Það hefur sjaldan, ef nokkurn tíma, reynt jafn mikið á að við öxlum ábyrgðina sem felst í frjálslyndu lýðræðisfyrirkomulagi. Lýðræðið mun falla þegar við, lýðurinn sjálfur, missum trúna á lýðræðisgildin, en þar á meðal eru opin, upplýst og málefnaleg umræða. Í dag finnst mörgum að sú leið sé með öllu ófær, og kappkosta jafnvel við að færa rök gegn henni, en þá eru fréttirnar ennþá verri. Í frjálslyndu lýðræðisfyrirkomulagi er nefnilega engin önnur leið fær. Höfundur er tækniráðgjafi og hugbúnaðarsmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er upplýsingastríð í gangi sem almenningi er mestmegnis ósýnilegt, þótt almenningur sé sjálfur fórnarlambið. Í því eru margir þátttakendur, sem í stuttu máli má lýsa sem valdhyggjuöflum, en einn er þó beinlínis stofnanavæddur og skipulagður hluti stríðsrekstrar, og er það stríðsvél Rússlands. Réttar upplýsingar Skoðanaskipti einstaklinga með ólík sjónarmið er frumforsenda þess að lýðræðislegir ferlar virki þannig að þjóðfélög dragi réttar ályktanir og taki réttar ákvarðanir. Allt þetta er háð réttum upplýsingum. Því meira af réttum upplýsingum, því líklegri eru skynsamlegar ályktanir og réttar ákvarðanir. Því minna af réttum upplýsingum og meira af röngum, því líklegri eru mistök af öllu tagi. Því þvældari, ringlaðari og heiftarlegri sem öll skoðanaskipti eru, og þannig lýðræðislegu ferlarnir í kjölfarið, því betra fyrir gerræðisríki eins og Rússland. Lýðræðisríki eru hins vegar jafnan minni, enda virða þau undantekningalítið tilvistarrétt hvors annars en sinna hernaðarlegum varnarhagsmunum sínum með samningum og samstarfi sín á milli. Augljóslega krefst slíkt samstarf ákveðinnar samheldni, sem í kjölfarið verður að byggja á nokkurn veginn sameiginlegri sýn á það hver veruleikinn er hverju sinni, og sú sameiginlega sýn byggir á því að sem flestir innri aðilar hafi réttar upplýsingar. Sannfæring er ekki markmiðið Þannig skiptir engu máli fyrir Rússland hverju fólk trúir í sjálfu sér, svo lengi sem ekki of margir þátttakendur í samtalinu trúa því sem er satt og rétt. Markmið upplýsingastríðsins er því alls ekki að sannfæra einn eða neinn um ágæti neins málstaðar, heldur um að telja fólki trú um að sannleikurinn sé í grundvallaratriðum óaðgengilegur og venjulegu fólki ofviða. Best er ef fólk veigrar sér við að taka þátt í samtölum yfirhöfuð, og að það skipti sér þá ellegar í margar, litlar, grjótharðar fylkingar sem dreifa athygli og umræðu sem víðast, jafnvel um smáatriði. Undir þessum kringumstæðum er mun auðveldara fyrir gerræðisríki eins og Rússland að athafna sig eins og þeim sýnist vegna þess að viðnámsþróttur og samheldni lýðræðisríkjanna er þá minni. Sannleikurinn er flókinn en lygin einföld Sá grundvallargalli er við sannleiksleitina, að lygi og rangfærslur dreifast betur en sannleikur og röksemd, vegna þess að það eru takmörk fyrir því hversu einfaldur sannleikurinn verður áður en hann hættir að vera sannur, en lygi og rangfærslur má einfalda eftir geðþótta. Það má síðan hrúga út litlum, snjöllum, einföldum upphrópunum, slagorðum og gysi, til að það líti út fyrir að vera efnismeira eða óumdeildara en það raunverulega er. Verst er þó þegar rangfærslur innihalda einhvern smávægilegan sannleika, sem höfðar þá til þeirra sem þekkja hann, en fela einnig í sér ofureinföldun, kenna röngu vandamáli um eða á annan hátt afvegaleiðir. Þannig er hálfsannleikur oft verri en bláköld lygi, því að hálfsannleikur höfðar einnig til þeirra sem þekkja til efnisins, en spillir á sama tíma fyrir upplýstri umræðu. Engar einfaldar lausnir Þetta er óleyst vandamál og helstu hugmyndir um að sporna við þessu fela einnig í sér áskoranir með tilliti til opinnar umræðu. Þær geta jafnvel sjálfar átt sinn þátt í því að hindra mikilvæg skoðanaskipti, þvert á ætlaðan tilgang. Vera má að hægt sé að búa til betri lausnir, en enn sem komið er, eru þær allavega ekki augljósar, og ólíklega einfaldar. Á sama tíma er sannleiksleitin í eðli sínu erfið. Bestu leiðirnar sem við höfum til hennar eru annað hvort grundvallaðar á vísindalegri aðferð eða svokölluðu markaðstorgi hugmyndanna. Hvorugt tryggir þó að við komumst að því sem er satt, heldur gefa okkur einungis tækifæri til þess. Ef við erum til dæmis ekki reiðubúin til að trúa því sem er óþægilegt eða óheppilegt fyrir okkur, þá duga þessar aðferðir mjög skammt. Þá gera þær ekkert gagn ef við erum með öllu óviljug um að taka þátt í markaðstorgi hugmyndanna yfirhöfuð. Það sem við getum þó gert En eitt getum við þó gert, sem er að vera meðvituð um þetta, og tileinkað okkur viðhorf og samskiptavenjur í samræmi við miskunnarlausa sannleiksleit, lýðræðisgildin sjálf og eftir atvikum vísindalega aðferð. Við getum forðast óbilgirni, útskúfun og skautun, en kunnað að vera ósammála, sérstaklega um hlutina sem okkur þykja skipta mestu máli, af einmitt þeirri ástæðu að þeir skipta mestu máli. Þá er mikilvægt að við áttum okkur á, að enginn hópur eða málstaður er undanskilinn þessum hernaði. Reyndar er líklegra að mikilvægustu málstaðirnir lendi mest í honum, einmitt vegna þess að þeir eru mikilvægastir. Það hefur sjaldan, ef nokkurn tíma, reynt jafn mikið á að við öxlum ábyrgðina sem felst í frjálslyndu lýðræðisfyrirkomulagi. Lýðræðið mun falla þegar við, lýðurinn sjálfur, missum trúna á lýðræðisgildin, en þar á meðal eru opin, upplýst og málefnaleg umræða. Í dag finnst mörgum að sú leið sé með öllu ófær, og kappkosta jafnvel við að færa rök gegn henni, en þá eru fréttirnar ennþá verri. Í frjálslyndu lýðræðisfyrirkomulagi er nefnilega engin önnur leið fær. Höfundur er tækniráðgjafi og hugbúnaðarsmiður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun