Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 15:21 Jón Gunnarsson segir Bjarna Benediktsson hafa verið afburðastjórnmálamann. Þeir hafi átt langt og farsælt samstarf á þingi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, mun taka sæti á Alþingi, þar sem ljóst er orðið að Bjarni Benediktsson afsala sér þingmennsku þegar þing kemur saman. Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði en útilokar ekkert. Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39