Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 6. janúar 2025 13:30 Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Eins og fram kom í grein minni fyrir nýliðna helgi er um að ræða dýrasta auglýsingatíma sem til er á Íslandi, en birting þessarar einu auglýsingar kostaði ríflega þrjár milljónir króna. Auglýsingin hefur verið sýnd á ljósvakamiðlunum nokkrum sinnum eftir það og nú síðast í gærkvöld í fullri lengd. Því er ljóst að kostnaður við birtingar auglýsingarinnar er margfalt hærri en ég taldi áður. Þá er ótalinn kostnaðurinn við framleiðslu hennar. KEF er ekki Kringlan eða Smáralind Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, svaraði grein minn í fjölmiðlum og benti á að auglýsingin væri ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum, heldur úr „sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til“ eins og hann komst að orði. Þetta yfirklór er ekki til þess fallið að bæta trúverðugleika Isavia. Það er vissulega algengt að rekstraraðilar í verslunarmiðstöðvum, t.d. í Smáralind og Kringlunni, greiði hluta af veltu sinni í markaðssjóð – en það er ekki hægt að halda því fram að Keflavíkurflugvöllur sé rekinn með sambærilegum hætti, enda skyldi maður ætla að hann væri ekki í samkeppni við aðrar verslunarmiðstöðvar. Slík samkeppni væri í besta falli ósanngjörn og í versta falli ólögleg, enda ríkisfyrirtækið Isavia að nota almannafé til að reyna að beina viðskiptum frá íslenskum verslunum og veitingastöðum – sem þurfa að standa skil á öllum tollum og sköttum til ríkisins – til toll- og skattfrjáls verslunarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Verslunarmiðstöðvar hafa hag af því að fá sem flesta viðskiptavini og þeir viðskiptavinir hafa val um að fara annað. Það er því eðlilegt að verslunarmiðstöðvar keppist um að laða að sér viðskiptavini og verji fjármagni í auglýsingaherferðir. Keflavíkurflugvöllur er nær eina leiðin til að ferðast til og frá landinu, auk þess sem farþegar eru leiddir í gegnum verslunar- og veitingasvæði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það segir sig sjálft að ríkisapparat sem rekur slíkt frísvæði á ekki að eyða tugum milljóna króna af almannafé í ímyndarauglýsingar til að upphefja sjálft sig. Markaðsgjald tíðkast ekki almennt á flugvöllum Ég ræddi um helgina við nokkra leyfishafa veitingastaða á flugvöllum beggja megin Atlantshafsins. Enginn þeirra kannaðist við það að greiða sérstakt markaðsgjald til flugvallanna og hvað þá að flugvellirnir sjálfir væru að auglýsa sig sérstaklega. Kannski tíðkast það einhvers staðar í heiminum en ég sé ekki tilganginn með því á Keflavíkurflugvelli. Ef rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli greiða hlutfall af veltu í markaðssjóð, þá ætti það fjármagn auðvitað frekar að fara til ríkisfyrirtækisins sem húsaleiga og féð nýtt til að byggja upp annars arfaslakan flugvöll. Að því sögðu, þá þekkist það varla að flugvellir auglýsi sjálfa sig með sambærilegum hætti. Maður myndi til að mynda ekki sjá flugvöll auglýsa sjálfan sig fyrir Ofurskálina (e. Superbowl) í Bandaríkjunum, sem er líklega sambærilegastur þeim auglýsingatíma sem er fyrir áramótaskaup RÚV. Hugsanlega búa flugvellir víða um heim til kynningarefni og birta á heimasíðum sínum eða á samfélagsmiðlum, en engin dæmi veit ég þess að flugvellir fari í rándýra og risastóra auglýsingaherferð og birti allt að tveggja mínútna auglýsingu í dýrustu auglýsingatímum sjónvarpsstöðva í sínum löndum. Spurningum enn ósvarað Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri. Ég hvet Isavia til að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferð sem hófst á gamlárskvöld og kallast: „KEF, þar sem sögur fara á flug.“ Á ég þar við annars vegar heildarframleiðslukostnað og hins vegar heildarbirtingarkostnað. Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar. Þá væri viðeigandi að upplýst verði um tilgang herferðarinnar. Ég hvet forstjóra Isavia til að svara sjálfur ofangreindum spurningum sem almenningur vill fá svör við en senda ekki undirmann sinn til svara. Forstjórinn er ekkert of góður til þess að svara sjálfsögðum spurningum varðandi rekstur félags sem hann ber ábyrgð á og er í eigu almennings. Ef forstjórinn telur sig ekki getað svarað, þá treysti ég því að Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia, svari þessum spurningum enda hlýtur þessi tugmilljóna auglýsingaherferð að hafa komið á borð stjórnar Isavia og hlotið þar samþykki. Höfundur er hluthafi í Isavia líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Eins og fram kom í grein minni fyrir nýliðna helgi er um að ræða dýrasta auglýsingatíma sem til er á Íslandi, en birting þessarar einu auglýsingar kostaði ríflega þrjár milljónir króna. Auglýsingin hefur verið sýnd á ljósvakamiðlunum nokkrum sinnum eftir það og nú síðast í gærkvöld í fullri lengd. Því er ljóst að kostnaður við birtingar auglýsingarinnar er margfalt hærri en ég taldi áður. Þá er ótalinn kostnaðurinn við framleiðslu hennar. KEF er ekki Kringlan eða Smáralind Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, svaraði grein minn í fjölmiðlum og benti á að auglýsingin væri ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum, heldur úr „sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til“ eins og hann komst að orði. Þetta yfirklór er ekki til þess fallið að bæta trúverðugleika Isavia. Það er vissulega algengt að rekstraraðilar í verslunarmiðstöðvum, t.d. í Smáralind og Kringlunni, greiði hluta af veltu sinni í markaðssjóð – en það er ekki hægt að halda því fram að Keflavíkurflugvöllur sé rekinn með sambærilegum hætti, enda skyldi maður ætla að hann væri ekki í samkeppni við aðrar verslunarmiðstöðvar. Slík samkeppni væri í besta falli ósanngjörn og í versta falli ólögleg, enda ríkisfyrirtækið Isavia að nota almannafé til að reyna að beina viðskiptum frá íslenskum verslunum og veitingastöðum – sem þurfa að standa skil á öllum tollum og sköttum til ríkisins – til toll- og skattfrjáls verslunarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Verslunarmiðstöðvar hafa hag af því að fá sem flesta viðskiptavini og þeir viðskiptavinir hafa val um að fara annað. Það er því eðlilegt að verslunarmiðstöðvar keppist um að laða að sér viðskiptavini og verji fjármagni í auglýsingaherferðir. Keflavíkurflugvöllur er nær eina leiðin til að ferðast til og frá landinu, auk þess sem farþegar eru leiddir í gegnum verslunar- og veitingasvæði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það segir sig sjálft að ríkisapparat sem rekur slíkt frísvæði á ekki að eyða tugum milljóna króna af almannafé í ímyndarauglýsingar til að upphefja sjálft sig. Markaðsgjald tíðkast ekki almennt á flugvöllum Ég ræddi um helgina við nokkra leyfishafa veitingastaða á flugvöllum beggja megin Atlantshafsins. Enginn þeirra kannaðist við það að greiða sérstakt markaðsgjald til flugvallanna og hvað þá að flugvellirnir sjálfir væru að auglýsa sig sérstaklega. Kannski tíðkast það einhvers staðar í heiminum en ég sé ekki tilganginn með því á Keflavíkurflugvelli. Ef rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli greiða hlutfall af veltu í markaðssjóð, þá ætti það fjármagn auðvitað frekar að fara til ríkisfyrirtækisins sem húsaleiga og féð nýtt til að byggja upp annars arfaslakan flugvöll. Að því sögðu, þá þekkist það varla að flugvellir auglýsi sjálfa sig með sambærilegum hætti. Maður myndi til að mynda ekki sjá flugvöll auglýsa sjálfan sig fyrir Ofurskálina (e. Superbowl) í Bandaríkjunum, sem er líklega sambærilegastur þeim auglýsingatíma sem er fyrir áramótaskaup RÚV. Hugsanlega búa flugvellir víða um heim til kynningarefni og birta á heimasíðum sínum eða á samfélagsmiðlum, en engin dæmi veit ég þess að flugvellir fari í rándýra og risastóra auglýsingaherferð og birti allt að tveggja mínútna auglýsingu í dýrustu auglýsingatímum sjónvarpsstöðva í sínum löndum. Spurningum enn ósvarað Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri. Ég hvet Isavia til að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferð sem hófst á gamlárskvöld og kallast: „KEF, þar sem sögur fara á flug.“ Á ég þar við annars vegar heildarframleiðslukostnað og hins vegar heildarbirtingarkostnað. Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar. Þá væri viðeigandi að upplýst verði um tilgang herferðarinnar. Ég hvet forstjóra Isavia til að svara sjálfur ofangreindum spurningum sem almenningur vill fá svör við en senda ekki undirmann sinn til svara. Forstjórinn er ekkert of góður til þess að svara sjálfsögðum spurningum varðandi rekstur félags sem hann ber ábyrgð á og er í eigu almennings. Ef forstjórinn telur sig ekki getað svarað, þá treysti ég því að Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia, svari þessum spurningum enda hlýtur þessi tugmilljóna auglýsingaherferð að hafa komið á borð stjórnar Isavia og hlotið þar samþykki. Höfundur er hluthafi í Isavia líkt og allir Íslendingar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun