Innlent

Ó­vænt gagn­sókn Úkraínu­manna og lána­mál í ó­lestri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn inn í Kúrskhérað í Rússlandi, enn lengra en áður. Úkraínumenn segja áhlaupið hafa komið rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu. Við förfum yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu.

Þá fjöllum við um þunga stöðu á heilsugæslustöðvum vegna inflúensufaraldurs, sem hefur sótt í sig veðrið á síðustu vikum. Við tökum einnig púlsinn á áramótaheitum landsmanna, kíkjum á svokallaða „grautarmessu“ í Hrunamannahreppi og hitum upp fyrir tónleika helgaða gullöld sveiflunnar í beinni útsendingu.

Við ræðum einnig við Glódísi Perlu Viggósdóttur nýkrýndan íþróttamann ársins og fylgjumst með því þegar ungir aðdáendur hennar hittu átrúnaðargoðið í dag.

Klippa: Kvöldfréttir 5. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×