Damir var einn af lykilmönnum Breiðabliks þegar liðið varð Íslandsmeistari karla í fótbolta í haust. Hann ákvað í kjölfarið að fara á vit ævintýranna og semja við DPMM sem staðsett er í Brúnei en spilar í efstu deild Singapúr.
Deildin hefur verið í vetrarfríi undanfarnar vikur en félögin eru nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir seinni hluta deildarinnar.
DPMM, sem er í 6. sæti deildarinnar áður en síðari hluti tímabilsins hefst, mætti liðinu Kuching City frá Malasíu á laugardaginn var og skoraði Damir mark sinna manna í 1-1 jafntefli.
🔴🟡 Brunei DPMM has began their preparations for the resumption of the SPL.
— All SG Football (@AllSGFootball) January 5, 2025
New signing Damir Muminovic 𝒏𝒆𝒕𝒔 𝒉𝒊𝒔 𝒇𝒊𝒓𝒔𝒕 𝒈𝒐𝒂𝒍 for the Wasps. ⚽️
Friendly match against Kuching FC ends in a draw. ✨ pic.twitter.com/6o46cOpn1y
Vika er í að deildin fari af stað á nýjan leik en DPMM mætir toppliði Lion City Sailors í fyrsta leik. Það verður áhugavert að sjá hvort miðvörðurinn knái verði áfram á markaskónum en á Íslandi skoraði hann 14 mörk í 267 leikjum í efstu deild.